Jurtate
Aðalbláberjate tepokar (10íbox)

Aðalbláberjate tepokar (10íbox)

Vörunúmer URTA-TEP01

 

 

Innihald:

10 tepokar Aðalbláberjateið okkar inniheldur þurrkuð, möluð íslensk aðalbláber. Blái liturinn í aðalbláberjunum, andoxunarefnið anthocyanin er talið vinna gegn bólgum og sindurefnum. Styrkja æðaveggi og háræðar og þannig bæta sjón og lækka kólestról. Samkvæmt rannsóknum eykur dagleg neysla bláberja athygli og einbeitingu umtalsvert samdægurs, ásamt því að vinna gegn minnisglöpum til lengri tíma. Ráðlagður dagskammtur er hálfur til einn bolli af ferskum berjum, eða 3-6 grömm af þurrkuðum. En hver tepoki inniheldur 3 grömm af þurrkuðum berjum. Teið er bragðmikið og náttúrulega sætt, og frábær leið til að innbyrða aðalbláber daglega þegar ekki er kostur á ferskum berjum. Íslensku berin eins og íslensku jurtirnar eru talin kraftmeiri en þau erlendu sem er enn ein ástæða fyrir því að velja íslenskt þegar kemur að bætiefnum og öðrum afurðum úr jurtaríkinu.

Nettó: 30gr - Brúttó: 50gr

 

Þyngd 100 gr.
Verðmeð VSK
3.137 kr.
125 Í boði
Strikamerki: 5694230089017