Staðsetningar

Austurgata 47 í Hafnarfirði

Austurgata 47 Hafnarfjörður  
Hérna byrjaði þetta allt saman, á fjölskylduheimilinu okkar í miðbæ Hafnarfjarðar.
Í verslun okkar að Austurgötu 47 finnur þú allar okkar framleiðsluvörur. 
Á Austurgötunni er verslun, skrifstofa og dreifing, ásamt því að höfuð fjölskyldunnar búa á efri hæðinni.

Það er opið hjá okkur frá 9 til 17. 

Básvegur 10 í Reykjanesbæ

Básvegur 10 Reykjanesbæ

Geopark Certified Enterprise  Geopark Made IN  Product OF

 
Að Básvegi 10 í Reykjanesbæ höfum við sett upp fullkomna framleiðslu- og pökkunaraðstöðu ásamt verslun.  
Húsið er gamalt fiskvinnsluhús, hýsti lengi bílaþjónustu en við endurnýjuðum húsið allt að innan og bjuggum til fallega og bjarta vinnuaðstöðu.

Að Básvegi framleiðum við jurtasöltin okkar sem og sultur og sýróp.  Eins höfum við komið upp verslun þar sem einnig er hægt að koma með hópa og kíkja inn í framleiðsluna og pökkunarsalinn.
Við erum hluti af Reykjanes Unesco Geopark og erum stolt af því að bera merki þess.
 

Það er opið hjá okkur frá 11 til 17, auk samkomulags við hópa

 

Vertu velkomin(n)! 

 Urta Family