Sjóbúð Urta Islandica opnar í Keflavík!

Urta Islandica hefur tekið í notkun glæsilegt framleiðslu og
verslunarhúsnæði í Keflavík, að Básvegi 10!

Húsið hýsti áður fiskverkun, brettasmíði og bifreiðaþjónustu
en því hefur verið snúið við og breytt í bjartan og skemmtilegan
vinnustað þar sem íslenskt lerki spilar stórt hlutverk.
Með haustmánuðunum opnum við verslun með vörunum okkar og munu
gestir geta séð inn í framleiðslu- og pökkunarsalinn.

Opnunin verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.
Hlökkum til að taka á móti þér!