Sér - merkingar

 

 

Veitingahús Landnámssetursins í Borgarnesi

 

Veitingahús Landnámssetursins í Borgarnesi er nú komið með sérmerktar salt- og piparkvarnir frá okkur. Okkur finnst gaman að vinna með sérpantanir og piparblanda Landnámssetursins er blanda af lífrænt ræktuðum svörtum pipar og íslensku blóðbergi. Þá selja þau einnig sérmerkt svart lavasalt frá okkur sem einnig er notað í veitingahúsinu. Í verslun Landnámssetursins fást ýmsar vörur okkar, sölt, sýróp, te og gjafapakkningar og nýverið tóku þau íslenskt hunang til sölu frá okkur.

 

Endilega kíkið við í Landnámssetrinu í Borgarnesi.