Óáfeng kokteila keppni

 

 

Nýsköpunarnefnd BCI er að halda óáfenga kokteila keppni á nýjum stað í miðbænum sem heitir Tívolí Bar. 21 mars frá 20:00 til 01:00

Keppnin er haldin í samstarfi við Urta Islandica og Rolf Johansen, þar sem við munum einblína á síróp, salt, sultur og te frá Urtu sem og Klaka kolsýrða vatninu frá RJC.

Reglur:
Keppendur munu gera þrjá af sama kokteil fyrir aftan barinn, tveir af þeim fara til dómnefndar og einn fer til áhorfenda. Áhorfendur mega spurja spurninga meðan þú býrð til kokteilinn.
Keppandi verður að nota minnsta kosti 5cl-10cl af Klaka sem þú færð á staðnum.
Keppandi skal nota að minnsta kosti eina vöru frá www.urta.is (ath má infusa)

Að hámarki 40 keppendur sem senda inn uppskrift munu tryggja sér þáttökurétt í kepninni.
Reglan sem gildir „Fyrstur kemur, fyrstur fær“
UPPSKRIFT SKAL SENDA Á BAR@BAR.IS

Keppendur mega koma með sín eigin áhöld, en einnig verða baráhöld á svæðinu sem hægt er að nota.
Ef það eru spurningar varðandi áhöld getið þið sent skilaboð til Frans Magnússon.

Dómnefnd:
Dæmt verður eftir, útliti, lykt og bragði.
Það verða tvö dómaraborð, keppendur verða að kynna sig og kokteillinn sinn fyrir öðru hvoru borðinu í stuttu máli. Gefin verða stig fyrir kynningarnar.

Hver kokteill verður myndaður og geta keppendur gert skreytinguna á staðnum eða komið með hana tilbúna.

Verðlaun:
Allir fá þáttökuverðlaun og þrjú efstu sæti fá aðalvinninga.
Fyrsta sætið fær 50.000kr gjafabréf frá Urta Islandica ásamt fleiri vinningum.

Eftir verðlaunaafhendingu verður dj á svæðinu og verða tilboð á barnum.