Rice Crispies kökur að hætti Urta Islandica

 

Rice krispies með lakkrís:
50gr ósaltað smjör 
100gr hvítt súkkulaði
60ml (4msk) lakkríssýróp (Urta Islandica)
1/8 tsk lakkríssalt (Urta Islandica) (eða sjávarsalt frá Nordur Salt)
3 bollar rice krispies

Rice krispies með blóðbergi
50gr ósaltað smjör
100gr hvítt súkkulaði
60ml (4msk) blóðbergssýróp (Urta Islandica)
1/8 tsk gray lava salt (Urta Islandica)
1 msk þurrkað blóðberg (Urta Islandica eða Blóðbergsgarðurinn)
3 bollar rice krispies

Rice krispies með birki
50gr ósaltað smjör
100gr hvítt súkkulaði
60ml (4msk) birkisýróp (Urta Islandica)
1/2 tsk öræfasalt (Urta Islandica)
1 msk þurrkað birki 
3 bollar rice krispies

Aðferð:
Smjör, hvítt súkkulaði og sýróp brætt saman við vægan hita, hægt að bæta við 1 msk af sýrópi til að

auka bragð. Salt og birki eða blóðberg (þar sem það á við) hrært saman við blönduna.

Rice krispies hrært út í blönduna, því næst er hægt að skammta ofan í muffins form

eða fletja út og skera niður í kubba.