Áfengir kokteilar úr Urta sýrópi

Áfengir kokteilar úr Urta sýrópi

 

Jurtasýrópin okkar henta í allskonar drykki og nú ætlum við kynna fyrir ykkur tvo nýja kokteila sem við buðum
upp á í Sjóbúðinni okkar í Keflavík á Ljósanótt 2019. Við fengum Sigríði Birnu Mattíasdóttur, framleiðslumann og hönnuð
til að hanna tvo kokteila fyrir okkur.
Útkoman var Blóðbergs-Martini og Hindber og lakkrís,
annarsvegar nokkuð hefðbundinn Martini með blóðbergssýrópi og
hinsvegar bragðmikill og glettinn kokteill þar sem hindber og lakkrís spila á bragðlaukana.


Það er um að gera að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín og prófa sig áfram með sýrópin okkar.

Gerið svo vel, skál!

 

Blóðbergs-Martini

 

3 cl Tanqueray Rangpur

1,5 cl Martini Extra Dry

1,5 cl Blóðbergssýróp

 

Hrærður
Martini glas

Skreyttur með blóðberg

 

 

Hindber og lakkrís

 

3 cl Absolut Raspberry

1,5 cl Lime

1,5 cl Lakkríssýróp

 

Hristur

Martini glas

Skreyttur með hindberi